26.11.2008 | 13:35
Bloggarar verða að fara betur með þetta vald...
Það er vist vald fólgið í því að geta farið á netið og bloggað um mann og annan. Bloggarar þurfa að passa sig á því hvað þeir setja fram en mér finnst margir þeir sem hafa náð sér í 15 mín frægð á að blogga ganga ansi langt til að halda áfram að vera "vinsælir" bloggarar.
Farið varlega gott fólk.
Grímuklæddir menn sitja um heimili hjá saklausum pilti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er eingöngu hálfsammála. Mér þykir ábyrgðin liggja fyrst og fremst hjá lesendum. Á Íslandi hefur alltaf verið sagt til um hvað þyki í lagi að segja og hvað ekki, og fjölmiðlar hafa þurft að fara eftir alltof ströngum takmörkunum á tjáningarfrelsi. Niðurstaðan er sú að Íslendingar hafa tilhneigingu til að éta allt hrátt sem þeir lesa, og í dag erum við svolítið að súpa seyðið af því.
Ég set ábyrgðina fyrst og fremst á lesendur. Mér finnst að menn eigi að passa sig á því hvað þeir skrifi eingöngu af kurteisissökum, ekki vegna þess að þeir beri ábyrgð á því hvernig lesendur bregðist við. Það er þeirra ábyrgð að taka ekki mark á öllu sem þeir lesa.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 14:29
Ég er sammála Helga, ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá lesendum....
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.