Bloggarar verða að fara betur með þetta vald...

Það er vist vald fólgið í því að geta farið á netið og bloggað um mann og annan. Bloggarar þurfa að passa sig á því hvað þeir setja fram en mér finnst margir þeir sem hafa náð sér í 15 mín frægð á að blogga ganga ansi langt til að halda áfram að vera "vinsælir" bloggarar.

 Farið varlega gott fólk.


mbl.is Grímuklæddir menn sitja um heimili hjá saklausum pilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er eingöngu hálfsammála. Mér þykir ábyrgðin liggja fyrst og fremst hjá lesendum. Á Íslandi hefur alltaf verið sagt til um hvað þyki í lagi að segja og hvað ekki, og fjölmiðlar hafa þurft að fara eftir alltof ströngum takmörkunum á tjáningarfrelsi. Niðurstaðan er sú að Íslendingar hafa tilhneigingu til að éta allt hrátt sem þeir lesa, og í dag erum við svolítið að súpa seyðið af því.

Ég set ábyrgðina fyrst og fremst á lesendur. Mér finnst að menn eigi að passa sig á því hvað þeir skrifi eingöngu af kurteisissökum, ekki vegna þess að þeir beri ábyrgð á því hvernig lesendur bregðist við. Það er þeirra ábyrgð að taka ekki mark á öllu sem þeir lesa.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 14:29

2 identicon

Ég er sammála Helga,  ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá lesendum....

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband